BARNAMORÐIN Í SVÍÞJÓÐ

Sænska þjóðin er harmi slegin yfir óhuggulegum barnamorðum sem voru framin hér síðasta mánuðinn. Sem betur fer þá eru bæði þessi morð upplýst og morðingjarnir komnir bakvið lás og slá. Fjölmiðlar hafa fylgst með rannsókn þessara mála og ekki verður annað sagt en að sænska löggan hafi staðið sig vel. Fyrra atvikið var svo óhuggulegt að manni skortir orð til að lýsa þeirri illsku sem knúði morðingjann til voðaverksins. Það var í byrjun april að móðir og tvö börn hennar finnast í blóðpolli inn á heimili sínu í Arboga sem er lítill smábær. Farði var með fólkið á spítala í skyndingu en til allrar óhamingju þá dóu börnin, Saga 1 árs og Maxemellian 3 ára. Móðir þeirrra barðist fyrir lífi sínu í 3 vikur eða þar til hún komst yfir áverka sína í síðustu viku.

Kringumstæður morðanna eru þessar. Fyrrverandi maður og faðir barnanna átti í stuttu ástarsambandi við þýska konu fyrir nokkrum misserum. Það slitnaði upp úr samandinu en sú þýska virðist hafa fengið manninn á heilann. Það var eins og hún héldi á einhvern undarlegan hátt að börn mannsins stæðu í vegi fyrir famhaldi á sambandinu. Sú þýska tók lest til Svíþjóðar, bankar upp hjá fyrrverandi konu fyrrverandi ástmanns síns og stingur alla fjölskylduna með hnífi og hverfur síðan á braut aftur til Þýskalands. Til að byrja grunaði lögreglunni engann og málið algerlga óleyst. Fyrrverandi eiginmaðurinn lá undir grun og við yfirheyrslur formaðist málið og beðið var um aðstoð þýsku lögreglunnar. Sú þýska var handtekin og yfirheyrð en sleppt eftir skýrslutölu. Henni var reyndar sleppt að henni lokinni þrátt fyrir að sannanir lægju fyrir um það að hún hefði verið í Svíþjóð þegar morðin voru framin. Sú þýska fór því í felur. Sem betur fer náðist hún aftir og hefur verið framseld til Svíþjóðar. Því miður vantar allar DNA vísanir í þessu máli og aðeins byggt á líkindum því sú þýska neitar að hafa drepið börnin og helsært móður þeirra.

Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með þessu máli og sárara en tárum taki að þessa um viðbrögð móðurinnar þegar hún vaknaði úr dáinu. Hún mundi ekkert eftir kvöldinu sem árásin var gerð og fékk tíðindin um þennan óhugnað 3 vikum eftir að morðin voru framin.

Seinna morðið sem skók Svíþjóð var morðið á hinni 10 ára gömlu Englu. Aðdragandinn af því var sá að hún kom ekki heim úr skólanum á réttum tíma Hún var vön að hjóla í 10 mínútur heim til sín að loknum skóladegi. það var eins og jörðin hafi gleypt hana. Löggan rannsakaði málið og leitaði eftir vitnum. Það var því eins og vinna í lottóinu þegar maður kemur á löggustöðina með vídeómynd sem hann tók á sama stað og sama tímapukti og Engla hvarf. Þetta var hjólreiðamaður sem var að mynda félaga sína sem voru eitthvað að stússa. Engla sést hjóla heim til sín á myndinni og 40 sekúntum síðar sést rauður SAAB. Lögreglan tékkaði á númerinu á bílnum og kemur í ljóst að eigandi hans og ökumaður var 41 árs margdæmdur níðingur. 41-áringurinn (eins og hann var alltaf kallaður) neitaði öllu við yfirheyrslur og kannaðst Engla ekki við neitt. Það var tekið af honum DNA sýni og borið saman við DNA banka sænsku lögreglunnar. Kemur þá í ljós að lífsýni úr honum hafði fundist á stúlku sem var myrt fyrir 10 árum. Við þessa vineskju játaði 41-áringurinn morðið á Englu. Grunur er uppi að fleiri óleyst morð tengist honum og lögreglan í Noregi og Lightenstein hafa haft samband við þá sænsku með ósk um að fá lífsýni úr honum.

Þessi tvö mál sem komu upp á þessu stutta tímabili hafa vakið upp spuringar í samfélaginu um eftirlit með þekktum kynferðisafbrotamönnum og spjallþættir í sjónvarpinu snúast mikið um þetta málefni. Sumir vilja að kynferðisabrotamenn verði hreinlega merktir með GPS sendi þannig að alltaf sé hægt að staðsetja þá í gegnum gerfihnetti og tengja þá þannig við staði þar sem afbrot eru framin. Mér þykja þetta ekkert galnar hugmyndir og hvert einasta samfélag ætta að setja forgang hagsmuni fórnarlamba heldur en hagsmuni glæpamanna. Það er nefnilega bara staðreynd að margir kynferðisafbrotamenn eru ólæknandi og munu brjóta af sér að nýju um leið og þeir losna úr fangelsi. Það er bara staðreynd sem er óumdeild.

Site Footer