Barnaleg hugleiðing um bílafríðindi VR bófans

Á leiðinni með strákana mína á leikskólann fékk ég barnalega hugljómun.

Hún er þessi:

Afhverju þarf að borga 10 miljón króna jeppa (og bensínið á hann líka) fyrir formanninn sem er með 1.5 miljónir í mánaðalaun?

Er manneskja með eina og hálfa miljón á mánuði ekki fær um að kaupa sér bíl? -Og borga bensínið á téðan bíl?

Hvert höfum við eiginlega lent í siðferðislegum skilningi? Á VR ekki að að hugsa mest og best um hinn almenna félagsmann? Hvert erum við eiginlega komin?

Ég geri mér grein fyrir að þessi hugleiðing mín er barnaleg, enda skaut henni í kollin á mér í leikskóla drengjanna minna. En þessi spurning er samt algert grundvallar-spurning. Í miðri Davíðs-bólunni var alltaf sagt að ofurlaun væru greidd vegna þess að fólkið sem þáði þau væru svo hæf. Að ef ekki væri fyrir ofurlaunin færi þetta hæfa fólk i einhverja aðra vinnu. En nú blasir við að þetta fólk var ekkert hæft. Það kunni satt best að segja ekki rassgat. „Hæfustu“ peningamenn þjóðarinnara settu 3 banka á hausinn á 5 árum!

Gunnar Páll formaður VR er einn af þessum hæfu stjórnendum. Hann er með ofurlaun og hefur tapað miljarðatugum af sparnaði VR félaga. Hann hefur líka tekið þátt í fölskvalausri svikamillu sem á ekki sinn líka í heimssögunni. Gunnar Páll samþykkti að eignir bankans væru ryksugaðar í vikunum fyrir hrunið. Hann er siðferðislega brenglaður því Gunnar Páll afskrifaði miljarðatuga skuldbindingar fyrir Kaupþings elítuna rétt fyrir fallið.

Bófann burt! -Svo einfalt er það.

Site Footer