BANKASÝSLA RÍKISINS BRÝTUR EIGIN REGLUR

Í mars 2011 komst bankasýsla ríkisins í fréttirnar.  Fulltrúi Bankasýslunnar (ríkisins) í stjórn Arionbanka, samþykkti fyrir hönd eiganda sinna (ríkisins) að hækka laun bankastjórans um hundrað prósent eða þar um bil.  Af þessu varð töluvert fjölmiðlaveður og ofurlaunaumræðan fór aftur af stað eins og hendi væri veifað.

Það er forvitnilegt að bera saman þetta mál og viðbrögð stjórnar Bankasýslunnar og við ráðningarmál Páls Magnússonar í stöðu forstjóra sömu stofnunar.

Eftir að fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arionbanka, kaus samhljóða með hinum stjórnarmönnum Arion að hækka laun forstjórans, brást Bankasýslan við með óvenju skeleggum hætti.  Stjórnarmaðurinn Kristján Jóhannson var einfaldlega rekin úr stjórninni.


Yfirlýsingin öll er hérna:

Takið eftir að réttlætingin fyrir brottrekstrinum er fengin úr eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum.  Þessi eigendastefna er hin áhugaverðasta lesning.  Hana er hægt að nálgast á heimasíðu Bankasýslunnar.

Þessa eigendastefnu er fróðlegt að lesa sé höfð í huga hin sérkennilega ráðning Páls Magnússonar í embætti forstjóra Bankasýslunnar.  Ég get ekki séð betur en að eigendastefna ríksins gangi í berhögg við þessa ráðningu enda segir þar m.a.

Þetta er að finna á fyrstu blaðsíðu eigandastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki sem er ætla að „skapa trúverðugleika og traust á ríkinu sem eiganda“.

Enfremur er að finna þessi hérna orð í fyrsta kaflanum um markmið ríkisins með eignarhaldi í fjármálafyrirtækum.

Á sömu blaðsíðu er áréttað en frekar um að hlutverk Bankasýslunnar sé að „vinna til baka traust“.  Sérkennilegt í ljósi Páls Magnússonar í embætti forstjóra Bankasýslunnar.  Sá var með minnstu menntunina og minnstu reynsluna af umsækjendunum um stöðuna.  Hann hafði þó reynslu úr ráðuneyti Valgerðar Sverrisdóttur (sem aðstoðarmaður) við að einkavæða bankana. Nokkuð sem var talin ein af stærstu ástæðum efnahagshrunsins 2008.  Afskipti Páls af pólitík hafa því verið þónokkur og alveg örugglega meiri sé miðaði við meðaljóninn.  Páll bauð sig m.a fram til formanns Framsóknarflokksins árið 2008.  Ráðnig Páls gengur algerlega á skjön við þetta markmið einandastefnunnar.

Páll Magnússon var aðstoðarmaður Viðskiptaráðherra við einkavæðingu bankanna sem var harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.  Nú á hann að selja hlutana aftur sem hann átti þátt í að koma til útvalinna flokks-vina sem kunnu reyndar ekkert að reka banka, en það er önnur saga.

Ég er alveg sammála Helga Hjörvar sem sagði þessa ráðningu vera hneyksli.  Hlutverk forstjóra Bankasýslunnar er einmitt og akkúrat, að halda í burtu pólitískum afskiptum.  Fáránlegt sé að ráða manneskju sem hefur tengsl við stjórnmálaflokka (Páll bauð sig fram sem formann Framsóknarflokksins 2008) og flokkast sem „Finnsmaður“ samkvæmt fjölda
heimilda sem ég hef aflað mér.

Kappkosta ætti einmitt að velja í embætti einhvern sem hefur engin tengsl við flokkana og einhvern sem hefur bein í nefinu til að halda þeim frá Bankasýslunni.

Á blaðsíðu 7 í eigendastefnu ríkisins er að finna býsna skýra reglu um starfsmenn Bankasýslunnar.  Þar stendur:

„Kappkosta að staðan hennar [Bankasýslunnar]sé trúverðug“.  Ráðning Páls Magnússonar mun ekki gera stöðu bankasýslunnar trúverðuga nema síður sé.  Mér er til efs að nokkur skoði embættisfærslur hennar í neinu öðru ljósi en framsóknargrænu.  Allt verður dregið í efa, jafnvel það sem gert er með besta ásetningi.

-Vegna þess að traustið er farið.

Þetta ráðingarmál er svo furðulegt og greinilega á skjön við eigendastefnu ríkisins að erfitt er að sjá hvernig núverandi stjórn er stætt á að sitja.  Fjármálaráðherra hlýtur að reyna að leysa þetta mál í samhljómi við eignendastefnu ríkisins og „kappkosta að staða Bankasýslunnar sé trúverðug“ eins og segir í eigendastefnunni.

Ég sé ekki að aðrar reglur ættu að gilda um stjórn Bankasýslunnar eða hinn brottrekna Kristján Jóhannson sem var látin fara vegna þess að hann fór ekki eftir eigendastefnunni.  Ég hvet alla til að lesa eigendastefnu Bankasýslu ríkisins.  Ég gerði þetta aðgengilegt fyrir lesendur og merkti með rauðu undir þau atriði sem ég tel augljóst að fari á skjön við ráðningu Páls Magnússonar.  Ég er sannfærður að fleiri atriði en ég sá, komi upp úr krafsinu.  Endilega lesið og látið mig vita ef þið rekist á fleiri mótsagnir milli eigandastefnunnar og ráðningar Páls Magnússonar.

Hérna er inngangurinn

Hérna er 1. Kafli – Markmið ríkisins með eignarhaldi í fjármálafyrirtækjum.

Hérna er 2 Kafli – Skipulag.

Hérna er 3 kafli – Meginreglur

Hérna er 4 Kafli – Kröfur og viðmið í rekstri fjármálastofnana

Í 4 kafla kemur í raun fram allt það sem þarf að koma fram.  Þessi útdráttur segir allt sem segja þarf.

Þetta á við bæði um Pál Magnússon og stjórnina sem réð hann og ekki síst stofnunina sjálfa, Bankasýslu ríkisins sem er á leiðinni ofan í svaðið vegna þessa máls.  Ef að Bankasýslan rak Kristján Jóhannson vegna þess að hann fór á svig við eigendastefnu ríkisins, getur bankasýslan varla látið aðrar reglur gilda fyrir Pál Magnússon.

Ljóst er að Bankasýsla ríkisins mölbrýtur reglur sem hún sjálf setur fjármálafyrirtækjum.  Í því ljósi verður ráðning Páls Magnússonar í embætti forstjóra stofnunarinnar, ennþá sérkennlegri og óþægilegar spurningar vakna sem ekki er hægt að kveða í kútunn nema með róttækum hætti.

.

Site Footer