Bankaleynd

Skilanefndir bankanna hafa borði fyrir sig bankaleynd og neitað að afhenda gögn sem gætu skýrt bankahrunið. Þetta vekur furðu því ég helt í sakleysi mínu að rannsóknaraðilar og skilanefndirnar væru í sama liði. Þeir vilja s.s ekki afhenda gögn og bera fyrir sig bankaleynd.

Árni Tómasson formaður skilaefndar Glitnis var reyndar ekki að láta bankaleyndina þvælast fyrir sér þegar hann tók gögn úr Búnaðarbankanum (sem hann stýrði fyrir Framsóknarflokkinn) og afhenti samkeppnisaðila téðs fyrirtækis…!!

Árni Tómasson var dæmdur fyrir þetta fúsk af FME. Nú stýrir hann skilanefnd Glitnis.

-Er þetta ekki dæmigert?

Við erum ennþá að súpa seyðið af flokksvæðingu samfélagsins þar sem flokksskírteini eru tekin fram fyrir prófskírteini. Brennnuvargarnir eru að stýra uppbyggingunni. Er virkilega hörgull á heiðarlegu fólki? Ég held ekki. Skúrkarnir eru bara að ráðskast með allt heiðarlega fólkið, þeir halda því fjarri áhrifastöðum. Skúrkarnir geta ekki hugsað sér almennilegt samfélag.

-Þetta er óþolandi ástand

1 comments On Bankaleynd

  • datt í hug setning úr lagi sem ef yil vill var samið fyrir kvikmind „er nauðsinlegt að skjóta þá“

Comments are closed.

Site Footer