Bandaríska heilbrigðskerfið


Vinkona okkar hjóna er í sérnámi í Bandaríkjunum. Hún unir hag sínum all-vel en sumt í ameríska kerfinu kemur henni spánskt fyrir sjónir. Eins og allir vita þá er ameríska heilbrigðiskerfið verulega frábrugðið því evrópska.

Allar fæðingar munu t.d vera þannig að 3 læknar eru viðstaddir allar fæðingar. Læknar sem eru klæddir í dauðhreinsuðum göllum með gula sóttvarnarhanska á höndum. Í Evrópu sjá ljósmæður venjulega um allar fæðingar en fá aðstoð frá lækni ef þurfa þykir. Eitthvað hlýtur þetta fyrirkomulag að kosta! 3 læknar á fullu kaupi þegar kona fæðir barn. Þetta er svona vegna þess að spítalinn er að gulltryggja sig gegn skaðabótamálum ef fæðinginn fer illa.

Það sem var þó meira sérkennilegt að allar konur frá 10 ára aldri sem þurfa að fara í röntgen-myndatöku eru sjálfkrafa settar í þungunarpróf áður en röntgen-myndin er tekin. það er alveg sama hvort konan sé að fara í myndatöku vegna einhvers sem er algerlega óskylt þungun eða þvíumlíku, þungunarpróf er alltaf tekið fyrir röntgen-myndatöku (ef um konu er að ræða og hún er eldri en 10 ára). Ástæðan: Hún gæti verið þunguð og Röntgen-myndataka er skaðleg fyrir fóstrið. Þungunarprófið er tekið af öllum konum til þess að fría spítalan frá málshöfðun vegna hugsalegs skaða fyrir fóstur.

Svona vinnureglur hljóta að kosta gríðarlegt fé. Enda er bandaríska heilbrigðiskerfið lang-dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. Auðvitað er skynsamleg blanda af ríkisreknu kerfi og einkakerfi besta lausnin. Mér þykir t.d sniðugt að hverjum sjúklingi fylgi ákveðin upphæð frá ríkinu. Svoleiðis úrfærsla verður hinsvegar að vera mjög yfirveguð og eftirlit verður að vera virkt.

Site Footer