BANDARÍKIN MUNU FALLA

Ég fór í flottustu búð Gautaborgar um daginn til þess að kaupa í afmælið hans Bessa.  ICA Focus heitir hún og er toppurinn af ICA búðunum.  -Frábær búð.  Þar fann ég loksins sinnepið „mitt“ í amrísku hillunni sem er heiðgult og bragðgott.

En ég fann meira.

Ég sá loksins „Fluff“ sem er goðsagnakend vara sem amrísk börn smyrja ofan á brauð.  Fluff er eiginlega stöffið sem er innan í kókosbollunum.  Við keyptum auðvitað eina dollu og smurðum ofan á vöfflur.  Furðlegt nokk þá þögðu drengirnir meðan þeir voru að innbyrða vöffur með flöffi.

-Nokkuð sem gerist sjaldan eða aldrei.

Í þögninni þá gafst mér smá tími til umhugsunar og ég fann til innilegrar sannfæringar að þjóð sem býrt til Flöff, og notar sem álegg, á sér enga framtíð.

 

-Bandaríkin munu falla.

Site Footer