Auður komin : )

Auður kom til okkar í gær. Ég sótti hana út á flugvöll. Allt gekk eins og í sögu. Hún flaug ein frá Íslandi og ég verð bara að segja að svoleiðis fyrirkomulag er til fyrirmyndar hjá Flugleiðum. Það er starfsmaður sem fylgir henni alla leið og henni er skilað til flugvallarstarfsmanns í Gautaborg. Sá kom með hana til mín og ég þurfti að sýna skilríki svo að „afhending“ gæti átt sér stað! Mjög traustvekjandi og til fyrirmyndar.

Hún verður hjá okkur í sumarfríinu sínu (5 vikur) og við ætlum að reyna að hafa það frábært enda slatti hægt að gera hérna í Gautaborg. Mér finnst stundum alveg yfirþyrmandi að eiga 3 börn. Ábyrðgin er svo hrikalega mikili. Ekkert má klikka. Þetta er það eina sem skiptir máli í lífinu. Allt annað er bara bónus. Á myndinni eru Auður, Leó og Bessi. Leó litli er með eyrnabólgu en komin á sýklalyf eftir greiningu hja barnalækni sem gisti hjá okkur um helgaina. Hann er allur að braggast.

Hérna er mynd af börnunum mínum.

Site Footer