Heykvísl

„það eina sem maður þarf að gera er að skreppa út í BYKO og kaupa sér heikvísl“ sagði félagi minn mér þegar ég spurði hann út í efnahagsástandið. -Ha, hvað ætlar þú að gera við heikvísl sagði ég. Félagi minn hélt áfram „Þegar lögfræðingarnir og rukkararnir koma upp stigaganginn heima ætla ég að mæta þeim með heikvíslinni og flæma þá út úr húsinu“. -Mér þykir þetta bara nokkuð sniðug aðferð.

Dr.Dómsdagur

Maður að nafni Peter Shiff er kallaður Dr. Dómsdagur. Hann er bandarískur viðskiptafræðingur sem hefur frá árninu 2006 varað við fjármálakreppunni. Það er nánast óhuggulegt að horfa á þessa samantekt frá YouTube þar sem hlegið er að varnaðarorðum hans. Grunnpunktur Peters er sá að neytendur geta ekki tekið fleiri lán. Þeir eru skuldum vafnir og ráða ekki við fleiri raðgreiðslur, bílalán eða hvaðeina. Bankar geta því ekki „selt“ vöruna sína lengur. -Kerfið hrynur. Hérna er þessi samantekt sem ég hvet

Lesa meira

Brotlending Sjálfstæðisflokksins

Undanfarnar vikur hefur fólk fundið allskonar sökudólga fyrir hruninu. Stjórmálamenn, Auðmenn, Davíð Oddson, klíkusamfélagið, samtryggingin osfr. Lítið hefur verið minnst á brotlendingu Sjálfstæðisflokksins. Ætlar Siggi Kári og Gibbi Bármans að væla um „frelsið“ og „hinar íþyngjarndi reglur sem verður að afnema“, „hina ósýnilegu hönd“ og alla hina frasana sem fara nú á ruslahauga sögunnar.

2. lýðveldið.

Móðir mín impraði á athyglisverðri hugmynd. Í ljósi hrunsins þrufum við Íslendingar að leggja niður lýðveldið og stofna annað á Þingvöllum. 2. lýðveldið. Byrjum upp á nýtt og búum til betra Ísland.

Meinleg stafetningarvilla.

Ég eyddu bloggfærslu áðan. það þvældist inn meinleg stafsetningarvilla. Ég við hlutaðeigandi innilegrar afsökunar en af færslunni mátti ráða að R-ið í nafni Ómars R. Valdimarssonar spunakarls stæði fyrir „rasisti“. Vissulega átti ég við rassisti. Þetta var gys sem kann að hafa misskilist og mér þykir það afar miður.

Ógeðslegur hlustandi

Ég hlusta alltaf á Mix Megapol á morgnanna. Í gær morgun var einn þáttastjórnandi með ógeðfeldan drykk sem hann hafði keypt í asíu. Það var gosdrykkur sem var með hreiður-bragði. Hreiður munu vera töluvert algeng fæða í asíu. Þáttastjórnandinn er hálfgert flón eins og oft fylgir því að vera með morgunþáttinn og er oft ferlega fyndinn. Eftir að hafa bragðað á hreiðurs-drykkinum bað hann fólk um að hringja inn sögur af ógeðfeldum drykkjum. Ekki stóð á viðbrögðum. Einn hringdi og

Lesa meira

Borgarafundurinn í Háskólabíói

Ég var að horfa á borgarafundinn í Háskólabíói nú rétt í þessu. Fínt framtak hjá þessum Gunnari leikstjóra en mikið djöfull er hann slappur fundarstjóri. Hann er dóni og hann kann sig ekki. Ég saup hveljur þegar hann kynnti upp í pontu mann sem komin var alla leið frá Akureyri. Gunnar fundarstjóri gat ekki setið á strák sínum og gerði hálfgert gys að því að ræðumaðurinn væri að norðan. (reyndar var þessi ræðumaður algerlega frábær). Svo var frummælendakerfið afar furðulegt.

Lesa meira

Orð yfir typpi og píku!

Ég glugga stundum í íslensku samheita orðabókina mína þegar ég hef ekkert að gera. Ég er komin að pé-inu og rakst á orð sem er afar víðfemt. Orðið „pausi“ sem þýðir það sama og „poki“. Hérna eru samheiti orðisins pausi Pausi Paufi, pjási, pokaskaufi, pokaskjatti, pokasnigill, pokataddi, poki, posi, +púsi, skaufi, skjatti, skjóða, skuddi, smápoki, snigill, +tadda, taddi, tussi Orðið pausi merkir það sama og skaufi og tussi….

100 þúsund kall á dag.

Gerið þið ykkur grein fyrir ágætu lesendur að Davíð Oddson kostar skattgreiðendur 100 þúsund kall á hverjum degi sem hann mætir í vinnuna. 100.000 krónur á mánudögum100.000 krónur á þriðjudögum100.000 krónur á miðvikudögum100.000 krónur á fimmtudögum100.000 krónur á föstudögum Mér þykir þessu fé vera illa varið.

Site Footer