Af hverju er fólk svona reitt?

Enginn hefur axlað ábyrgð á hruninu. -Þessvegna Endalaust yfirklór og afsakanir heyrast frá ráðamönnum og lykilfólki í samfélaginu. Innihaldslaust og dáleiðandi þvaður um það sem ekki skiptir máli eru orðið óþolandi. Stórmálamenn eru ítrekað staðnir að lygum og ítrekað krafsa yfir óheiðarleika sinn með vafasömum málflutningi. -Það axlar enginn ábyrgð. Steinin tók svo úr þegar ritstjóri DV beytti fyrir sig sömu trixum og þeir sem hann á að vera að hamra á. Það var sem olía á eldinn. það má

Lesa meira

Jón Ólafsson athafnamaður

Það er svolítið sérkennilegt til þess að hugsa að helsti þyrnir í augum Sjálfstæðisflokksins í viðskiptalífinu var Jón Ólafsson athafnamaður. Hann er sennilega sá eini sem þó hefur hreinar hendur þegar kemur að bankahruninu.

Bankaleynd

Skilanefndir bankanna hafa borði fyrir sig bankaleynd og neitað að afhenda gögn sem gætu skýrt bankahrunið. Þetta vekur furðu því ég helt í sakleysi mínu að rannsóknaraðilar og skilanefndirnar væru í sama liði. Þeir vilja s.s ekki afhenda gögn og bera fyrir sig bankaleynd. Árni Tómasson formaður skilaefndar Glitnis var reyndar ekki að láta bankaleyndina þvælast fyrir sér þegar hann tók gögn úr Búnaðarbankanum (sem hann stýrði fyrir Framsóknarflokkinn) og afhenti samkeppnisaðila téðs fyrirtækis…!! Árni Tómasson var dæmdur fyrir þetta

Lesa meira

Samfylkingin er að fara á límingunum

Samfylkingarfólk skráir sig nú í umvörpum úr flokknum sínum. Ástæðan er fyrst og fremst stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk. Í skjóli hans eru brennuvargarnir ennþá við slökkvistarfið. Ég minni á að enginn. Ég endurtek enginn. Ég endurtek aftur ENGINN …verið rekin vegna bankahrunsins. Helstefna Sjálfstæðisflokksins er enn á sínum stað (enda var stefan rétt skv Flokknum). Davíð Oddson og náhirðin í kringum hann er enn við kjötkatlana. Allt þetta er í skjóli Samfylkingarinnar sem getur með einni ákvörðun linað þjáningar þjóðarinnar. Við

Lesa meira

S I G U R ! ! ! – KPMG segir sig frá Glitnisrannsókn

Fullnaðarsigur hefur náðst í baráttu almennings og fjölmiðla gegn vafasamri rannsókn KPMG á sjálfum sér í gegnum rannsóknina á Glitni. Þeir hafa nú sagt sig frá verkinu. Bloggheimar hafa logað vegna þessa ógeðfelda máls og í morgun hófust aðgerðir sem fólust i því að fólk sendi inn kvörtun vegna málsins til KPMG International. Ógerlegt er að segja hvort þessar aðgerðir hafa haft áhrif eða ekki. Það reyndi í rauninni aldrei á málið. Nú er ég sannfærður um að almenningur getur

Lesa meira

Með lífverði í vinnunni.

Þegar maður er orðin svo óvinsæll í starfi að maður getur ekki hreyft sig án þess að hafa lífverði í kringum sig, ætti maður ekki að hugsa sinn gang? -Spyrja sig hvort maður sé í réttu starfi? -Spyrja sig hvort þetta sé ekki komið gott.

Jörð, vindur og eldur

Ég hef stundum sett best-of plötu með Earth Wind and Fire í Ipodinn. Þvílík grúppa! Maður minn góður! Brassið er á SVO réttum stöðum… Flestir kannast lög á borð við Boogie Wonderland, September og Fantasy. En þetta hérna leyndist inn á milli. -Þvílíkt og annað eins! Jemundur minn á gulu skónum hvað þetta er flott lag. Getaway.

Bylting í loftinu

Það eru merkilegir tímar sem Ísland er að ganga í gegnum. Fólk hefur misst allt traust á „kerfinu“. Máttlausar tilraunir stjórnvalda til að auka traustið eru dæmdar til að misheppnast. Það sem mér þykir merkilegast að ég hef á tilfinningunni að Bubbi hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að bylting liggi í loftinu. Ég sé ekkert að því að hópur valinkunnra einstaklinga, án tenglsa við hin spilltu stjórmálaöfl, stýri landinu í gegnum þann stórsjó sem bylur á okkur. Stjórn

Lesa meira

Site Footer