Þáttur um Ísland á SVT.

Menningarþátturinn Kobra var í sjónvarpinu í gær og umfjöllunarefnið stendur mér nærri. Ísland. Menning í eftirmála efnahagskrísu var eignilega þemað í þættinum og rætt var við fjölmarga listamenn.

Mest þótti mér um verð orð Steinunnar Sigurðardóttur tískuhönnuðar. Hún sagði að Ísland eftir hrunið yrði 150% betra en Ísland fyrir hrunið. Ég tek undir hvert orð.

Við vorum orðin kolvitlaus í fávitalegri efnishyggju.

Endilega kíkið á þennan þátt. Hann er alveg frábær.

Site Footer