ÁSKRIFENDUR MORGUNBLAÐSINS

Við skreytum okkur með allskonar prjáli sem aðgreinir okkur frá hvort öðru ellegar smalar okkur saman í hópa.  Fólk greinir sig í sundur eða saman með fatnaði.  Sumir ganga um í jakkafötum meðan aðrir spóka sig um í flís-galla. Klæðnaður fólks skipar okkur í félagslegar stíur.

þegar ég var í unglingur Snælandsskóla þá var félagsleg aðgreining tiltölulega skýr og einföld.  Fólk bara merkti sig með uppáhalds hljómsveitinni sinni sem það festi á gallajakkann sinn (keyptan í Vinnufatabúðinni).  Ég var með merki sem auglýsti nýjustu plötu Fræbbblanna sem hét Bjór.  Svo var ég með eitt merki sem ég skildi ekki fyrr en nokkru síðar. “I’m horny” stóð þá því.  Ég hélt að þetta væri punk-hljómsveit frá Bretlandi.  Svo var ég útataður í merkjum með amerísku hljómsveitinni KISS.  Ekki nóg með það, heldur var ég með risastóra bót á bakinu með köppunum úr KISS, þar sem efniviður frá plötunni DESTROYER var í forgrunni.

-Geðveikislega kúl.

Svo má segja að við merkjum okkur ekki aðeins með úrum, fatnaði eða bifreiðum.  Það er ákveðin status að vera með allan áskriftarpakkann frá Stöð2.  Sumir eru áskrifendur af DV (sem er ákveðið statement) og aðrir, þeir sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli, eru áskrifendur að Mogganum.

Það er ákveðin status að vera áskrifandi af Mogganum.  Skilaboðin eru; „Ég vil ekki borga skuldir óreiðumanna“ og „Hrunið er Samfylkingunni að kenna“ og „Davíð er eini maðurinn sem varaði við hruninu“.

Þið kannist við glammið.  -Smá punk í þessu.

Alveg eins og ég skreytti mig með hljómsveitinni KISS og hinni geysiþéttu DESTROYER plötu, eru áskrifendur Moggans, merktir á sama hátt, nema með mynd af Destroyernum Davíð Oddsyni á bakinu.  Þvergirðngsfullir eins og 14 ára unglingar í hermannajökkum og stretchbuxum, hafandi eftir hæpnar fullyrðingar og klórandi á strætóskýli.  Og alveg eins og ég þegar ég var unglingur í Kópavoginum, þá ruglast áskrifendur Morgunblaðsins aðeins i konseptunum. Ég hélt að KISS væri punk og punk væri KISS.

Smá áherslu óverolapp

Á sama máta halda áskrifendur Morgunblaðsins að Davíð Oddson hafi verið „sá eini sem varaði við hruninu“, þegar hann var í raun sá sem mestu tjóni olli.

Site Footer