Árnarnir og ósýnilegi maðurinn

Ef það er einhver dugur í Sjálfstæðismönnum á Suðurlandi, þá kjósa þeir Árnana út. Þeir hafa ekki bara reynst sunnlendingum illa, heldur þjóðinni allri. Það má reyndar segja það sama um Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni, en látum það liggja milli hluta.

Rétturinn til að hafa rangt fyrir sér er óumdeildur.

Árni Matthíasen, Árni Johnsen og þessi sem gengur undir nafninu „ósýnilegi þingmaðurinn“! Eruð þið að grínast! Eruð þið ekki búnir að gera nóg? Er eitthvað ógert í þeim efnum? Elsku bestu Árnar… Hættið þið þessu! Farið á ofur-eftirlaun á Klörubar. -Þetta er komið gott. -Umfram allt hættiði.

Má ég þá biðja um hermaurinn. Hann getur ekki verið slappari en Árnarnir og ósýnilegi maðurinn.

Meðfylgjandi ljósmynd naðist af ósýnilega þingmanninum og Einari Bárðarsyni aðstoðarmanni hans á kosningafundi í Eyrarbakka á dögunum.

1 comments On Árnarnir og ósýnilegi maðurinn

Comments are closed.

Site Footer