AMX ER MIKILVÆGUR HLEKKUR

 Nú er að síga á senni hlutann á fríinu minu á Íslandi. Ég var alla síðustu viku í Flatey á Breiðafirði og missti sem betur fer af fréttum af hryllingnum í Osló. Heyrði aðeins af þessu í eyjunni og furðaði mig yfir því hversvegna sumir flögguðu í hálfa stöng.

Á miðvikudaginn sá ég svo gamalt Fréttablað þar sem hroðanum var lýst. Það var svo ekki fyrr en í gær að ég settist niður fyrir framan tölvuna og notaði fréttir eins og mér er tamt (blanda af vefmiðlum og bloggi) að ég sá mér til hryllings og djúprar skammar að ógeðsvefurinn AMX reyndi að nota þennan voðalega atburð til þess að slá einhverjar ímyndaðar keilur.

-Sem er sjúklegt.

Sagði samúðarkveðjur utanríkisráðherra innantómar og reyndi að sópa yfir þá staðreynd að morðhundurinn var öfga hægrimaður. Ég upplifi þennan vef, AMX sem hið algera botnfall íslenskrar hægrimennsku. Fyrir utað að gungurnar sem að þessu ógeði standa, þora ekki að skrifa undir nafni, er innihald skoðanna þeirra langt fyrir utan mörk þess siðlega og ættu að vekja upp óhug hjá venjulegu fólki.

Sá sem getur ekki komið fram undir nafni og sagt eitthvað, ætti að láta það ógert. Spáiði aðeins í þetta. Það er einmitt tenginin við persónu sem gera skrif eihvers virði. Skrif sem eru ekki tengd við persónu eru í eðli sínu furðuleg.

Reyndar eru á þessu undantekningar í tilfelli þar sem upplýsingar þurfa að koma fram. En AMX er ekkert þannig vefur eins og Wikileaks. AMX er bara ógeð.

Ég hvet auðvitað alla til að sniðganga þennan ógeðsvef. Reyndar grunar mig að illfyglin sem skrifa á AMX skemmti sér konunglega við alla gagnrýni og telji það til vegsemdarauka að takast að vekja upp ógeðstilfinningu hjá venjulegu fólki.

-Eins og bent hefur verið á, þjónar AMX samt ákveðnum tilgangi innan hægripólitíkur á Íslandi.

Tilgangurinn er fyrst og fremst að vera einskonar Overton gluggi til þess að veita öfgahægrinu rými. Takið eftir að sorinn sem birtist á AMX, er oftar en ekki notaður af establiseraða hægrinu sem vísun í eitthvað sem er í umræðunni.

Björn Bjarnason notar þetta trikk iðulega og vísar í „umræður á vefnum“(sem eru einhver andstyggilegheit frá AMX) til þess að stappa stoðum undir öfga-þvæluna og sjálfsréttlætinguna eftir hrunið, sem úr ómar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins.

AMX er því mikilvægur hlekkur í allri hægri orðræðu á Íslandi.

Site Footer