Alþingi niðurlægt.

Guðlaugur Þór segir að Alþingi sé niðurlægt.

Mér þykir meiri niðurlæging í því fólgin að maður eins og Guðlaugur sitji á Alþingi.

-Svona eru hlutirnir stundum snúnir.

11 comments On Alþingi niðurlægt.

 • Hin heilaga reiði vandlætingarinnar.

  Allra tilfinninga hreinust!

  Eða þannig …

  Kv. Farvelkjær

 • algjörlega.

  Guðlaugur Þór lætur Árna Johnsen líta út eins og móður teresu.

  það sem kjósendur fengu ekki að vita fyrir síðustu kosningar var að hann framdi alvarlegan glæp … sem ekki var kærður. þannig að þarna situr hann á alþingi íslendinga …

  Guðlaugur Þór er ómenni.

  kv.
  Einar

 • Guðlaugur ætti kannski að lesa þennan part úr úttekt mbl.is um stöðu mála hér á landi eftir 18 ár sjálfstæðismanna við völd hér:
  „Í samtali við dagblaðið greinir Josefsson frá því að hann hafi komið að mörgum bankakreppum en engri í líkingu við Ísland. Hann segir að oft snúist bankakreppur um fasteignabólur en hér á landi hafi verið verðbólur út um allt, á öllum sviðum. Hér hafi verið ein allsherjar verðbóla í reynd.

  Fram kemur að staða bankakerfisins hér á landi sé langtum verri en staða banka eftir bankakreppur í Bandaríkjunum og Svíþjóð og er þar vísað til Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Eftir einkavæðinguna 2003 hafi átt sér stað gríðarlegur vöxtur í bankakerfinu. Fjórum árum síðar hafi efnahagsreikningar bankanna verið orðnir tíu sinnum stærri en verg þjóðarframleiðsla Íslands og tólf sinnum stærri en gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans.“

  Svo ætti að bara að skammast sín.

 • Guðlaugur var kosinn löglega á alþingi í lýðræðislegum kosningum.

  Ef þér líkar Það ekki Treitur fluttu þá til Norður Kóreu eða Íran.

 • Það hefur bara ekkert breyst bara komnir nýir aðalleikendur og það þolir Gulli illa.
  Ekki það að ég þoli þetta jafnilla nú og þegar „Sjallarolurnar“ voru í stjórn.
  Kveðja
  Ásta B

 • Þú ert líka einn af varðhundum vinstrimanna og því ekki marktækur, um mannkosti sjálfstæðismanna né annarra ef horft er til skítkastsins…..

  Ég held að Samfylkingarfólk og aðrir vinstrimenn ættu frekar að einbeita sér að stjórn „nýja opna allt upp á borðinu“ íslands. en að vera að skítkastast út í stjórnarandstöðuþingmenn sem benda á hið augljósa getuleysi og algjört úrræðaleysi sem nú ríkir.

  þeir útlendingar sem eru að reyna að hjálpa okkur annað hvort vilja hætta eða nenna ekki að tala við stjórnvöld. og svar stjórnvaæda vinstrimanna er hálfsannleikur ofan á lygi og útúrsnúninga.

  hvar er pottafólkið núna, Álfheiður er jú að verja ástandið og þögnina, en hvar eru hinir?????

 • og þá þarf ekki að taka mark á þér meira.

  Þórarinn Örn.

 • ….. og þér finnst þetta semsagt málefnaleg skrif hjá þér frá fyriheitnalandinu Teitur? Viltu ekki kynna þér um hvað málið snýst vinur? Áttu ekki greiðan aðgang að Upsala Tidning? Þá veistu örugglega meira en við hér pöpullinn í „gegnsæja, allt uppi á borðunum“ landinu út í hafi!

 • Magnað, alveg magnað hvað brennuvargurinn er duglegur að benda á getuleysi slökkviliðsins!

 • Nákvæmlega sömu vinnubrögð og sjálfstæðisflokkurinn viðhafði alltaf – þeir verða bara að venjast þessu. Þeir eiga þetta svo sannarlega skilið.

 • „Nákvæmlega sömu vinnubrögðin“ Ókei – en átti þessi ríkisstjórn ekki að vera eitthvað allt annað? Eða er þetta í lagi af því að þeir segjast vera til vinstri?
  Þessi ríkisstjórn er nákvæmlega EKKERT að gera. ÚFFF! …og alltaf detta mér i hug orð/hótun Össurar: „You aint seen nothing yet“!

Comments are closed.

Site Footer