ÁHERSLUR MÍNAR – SKILARÉTTUR

Reglulega koma upp leiðinleg mál þar sem hagur vörukaupenda er troðin niður í svaðið. Vafamál eru alltaf túlkuð verslunninni í hag enda má segja að þegar engar reglur gilda og engin viðurlög vofa yfir, er eftirleikurinn býsna fyrirséður.

Um jólin koma alltaf upp mál þar sem reynir á skilarétt.  Eftirfarandi er klassískt dæmi.

Maður gefur konu sinni bók í jólagjöf. Hún kostar 5000 krónur.  Konan fær sömu bók frá bróður sínum.  Maðurinn hugsar sem svo. „þetta var leiðinlegt – ég skila bara bókinni eftir jól“.

Fyrsta opnunardag eftir jól byrja útsölur af miklum krafti. Geysilegur afsláttur er af bókum.  Allt að 40%.  Maðurinn í þessari sögu vill skila bókinni en fær bara 3000 krónur til baka því hún er á útsölu.

Mismunurinn verður eftir í búðinni.  Hann borgar 5000 á mánudegi en fær bara til baka 3000 á föstudeginum. Varan er ósnert og í upprunalegum umbúðum og með skilamiða.

…og hérna verður málið fyrst spennandi…

Gera má ráð fyrir því að framlegð búðarinnar á hverri seldri bók sé um 1000 til 2000 krónur sem þýðir að sé bókinni skilað – þá fær búðin samt góðan hagnað fyrir sinn snúð.

Hver bók sem er skilað, er að skila hagnaði fyrir búðina!  Hvernig má það vera?  Hvaða rugl er þetta?  Vara er keypt og henni er skilað en búðin „rukkar“ fyrir mistökin?

 

Þetta er óþolandi.

Það ætti að vera krafa neytenda að gefa fólki færi á því að skila inn jólavörum -á því verði sem þær eru keyptar – í a.m.k nokkra daga áður en útsölurnar byrja.  Þetta er einfalt í framkvæmt og allir gætu orðið sáttir.

– – – – – – – –

Ég er í framboði til formanns Neytendasamtakanna. Þau sem vilja styðja mig verða að skrá sig á þing Neytendasamtakanna fyrir morgundaginn (laugardaginn 15.okt) klukkan 23:59. Það er auðvelt. Senda póst á ns@ns.is og óska eftir að fá að vera þingfulltrúi

Þau sem eru ekki meðlimir í Neytendasamtökunum þurf að ganga í samtökin og skrá sig svo á þingið.

Site Footer