kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

ÁGÆTIS EXPRESS

Alltaf þegar ég hef flogið með Iceland Express hefur það gengið áfallalaust fyrir sig. Mér hefur þótt þetta allt bara ágætt og er orðin svo sigldur að mér er nákvæmlega sama hvað er á borðstólnum þegar ég flýg í 3 klukkutíma. Samloka? Skyr? Kjúklingur? Laxafrauð í Tamarínsósu?

Mér er nákvæmlega sama. Ég ét þetta bara.

Í ákveðinni kreðsu sem ég tengist á Íslandi var eins og allir hefðu rosalegar skoðanir á flugvélamat. Fólk kom kannski úr einhverri ferð og fyrsta sem það byrjaði að tala um var einhver kjúklingur sem var í boði á leiðinni heim. Sama kreðsa hefur miklar skoðair á vöruúrvalinu í fríhöfninni og lús-les fríhafnarbæklinginn áður en farið er í flug.

Ég átta mig ekki á svona hugsunarhætti.

Get þó sagt ykkur að við flugum með Iceland Express frá Keflavík til Gautaborgar fyrir rúmri viku, og það var bara mjög góð ferð. Ég fann það greinilega að starfsfólkið lagði sig 110% fram við að vinna starf af kostgæfni, enda nokkur leiðindamál búin að hrannast upp, sem náð höfðu athygli fjölmiðla. Ég var bara mjög sáttur þessa 3 klukkutíma. Þess má geta að ef við hefðum keypt miða með Flugleiðum, hefðum við lent í miklu veseni. Það var eitthvað verkfall og ferðin féll niður.

Þá hefði ég orðið flugleiður.

Svo vona ég að Iceland Express fljúgi sem oftast til Gautaborgar og ekki bara á sumrin. Þó að það sé ódýrara að fljúga frá Kaupmannahöfn, en Gautaborg er það samt dýrara fyrir okkur Gaurbyrginga þegar öllu er á botnin hvolft. Lestarmiði til Köben (eða bensín og bílastæði), matur á leiðinni og allt þetta stúss.

Ég hef oft undað mig á því hversvegna Íslendingar flykkjast til Kaupmannahafnar í Tívolí með krakkana. Gautaborg er ekkert síður sniðug og skartar miklu stærra „tvívolí-i“ en Kaupmannahöfn. Það heitir Liseberg er er algert dúndur. Hérna eru líka 7 af 10 bestu veitingahúsum Svíþjóðar, urmull góðra safna, sniðugir markaðir, H&M sem er víst svo frábært og allt það sem hugurinn girnist. Svo er Gautaborg töluvert ódýrari en Kaupmannahöfn og munar alveg örugglega svona 20 -30%.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer