ÁGÆTIS BATTERÍ

Ég hef bloggað stundum um neytendamál.  Á dögunum bloggaði ég um próf sem tók fyrir steikarapönnur. Þar kom í ljós að tiltölulega ódýr panna frá Ikea kom einna best úr.   Sú var 8x ódýrari en dýrasta pannan, sem reyndar var efst í pönnu prófinu mikla.

Fyrir nokkrum mánuðum var annað próf sem kom vel út fyrir Ikea.  Þar var verið að prófa  hleðslurafhlöður.  NIðurstaðan var svipuð og með pönnuna.  Ikea hleðslurafhlöðurnar voru ekki efstar, en skrambi nálægt því.  Þær voru samt lang ódýrastar og mikið betri en margar rafhlöðutegundir sem voru dýrari

Rafhlöðupróf

Eins og sjá má kostaði Ikea helðslurafhlaðan 12 krónur en hinar hlöðurnar kostuðu á bilinu 43 – 35 krónur.  það er því óhætt, -og aðeins meira en það, að grípa batterí fari maður í Ikea verslun.

Þau líta svona út:

Site Footer