Afsögn Árna Mathíesen

Eitthvað segir mér að meira búin undir en að „Sjálfstæðismenn vilji breytingar“ þegar Árni Mathiesen útskýrir brotthvarf sitt frá stjórnmálum.

Mér þykir einhvernvegin augljóst að orð Davíðs Oddsonar um óeðlieg tengsl þekkts fólks úr stórnmálum og atvinnulífinu, spili þarna stóra rullu. Árni hefur t.d aldrei upplýst um eignatengsl sín við fyrirtæki og banka þó alkunna sé að hann sé risa-hluthafi í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þegar það mál verður gert upp munu ugglaust koma upp hrollvekjandi mál sem að Árni sér að eru honum ofviða.

3 comments On Afsögn Árna Mathíesen

 • Var það ekki þarna sem þeir rændu stjórnfjáreigendur með blekkingum?

 • Blessaður félagi,

  Afsögn Árna Mathiesen þykir þér fréttnæm sem er svo sem góðra gjalda vert.

  En það að þú skulir hvergi hafa fjallað um þau afkáralegu og stóralvarlegu mistök sem SJS hefur orðið uppvís að með ráðningu góðvinar síns í formann bankaráðs Kaupþings, og afsögn hans tveimur dögum síðar, þykir mér stórmerkilegt og eiginlega alveg stórundarlegt. Hvar er siðferðisþrekið nú?

  Einhver hefði hrópað á afsögn. Aðrir hefðu þegið afsökunarbeiðni. En SJS fer „bara annan rúnt“….and I quote!

  Helena

 • Ég held að vilji Sjálfstæðismanna til breytinga hafi líka skipt Árna máli. Ég held að yfirgnæfandi meirihluti Sjalla vilji hann ekki lengur. Ég er hálf svekktur yfir því að hann ætli ekki í prófkjör. Það væri gaman að sjá hann skíttapa. Hann á það skilið.

Comments are closed.

Site Footer