ÁFRAM IKEA !!

Með ákvörðun sinni um að lækka verð á öllum vörum sínum vegna góðs hagnaðar fyrirtækisins, hefur IKEA slegið tón sem ég vona að muni heyrast oftar.  Hér er um að ræða heilbrigðan og góða kapítalisma sem miðar að því að allir hagnist.

Fyrirtæki og neytendur.

Ég held að svona lagað hafi aldrei sést á Íslandi áður þótt góður hagnaður hafi sér stundum (alltof sjaldan reyndar) til starfsmanna téðra fyrirtækja.  -Sem er auðvitað frábært.

Hérna eru það viðskitavinir fyrirtækisins sem njóta ávaxtanna af góðu gengi IKEA og það er nýjung eftir því sem ég best þekki. Ég gæti trúað því að forsvarsmenn IKEA skilji að við erum öll á sama báti. Það verur að vera eitthvað jafnvægi milli hagnaðar fyrirtækjanna og hag neytendanna.  Þannig hagnast allir þegar til langs tíma er litið.

Þetta á alveg einstaklega vel við á Íslandi þar sem við erum föst inn í hamstrahjóli verðbólgu og verðtryggingar og kviklæst ofan í búri örmyntarinnar.  Ef að fleiri hefðu sama skilning á íslenska efnahagskerfinu og virkni þess, myndi hagur neytenda (og seljanda) batna verulega.

Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að fjölga ferðum mínum í IKEA vegna þessa frábæra framtaks.

Site Footer