AÐFÖR SIGURÐAR KÁRA AÐ FÓLKINU Í LANDINU

Sigurður Kári segir að skattahækkanir séu aðför að fólkinu í landinu. Hann minntist ekki á að stefna sjálfstæðisflokksins s.l 18 ár var sannarlega aðför að fólkinu í landinu.

Nú eru að hefjast áhugaverðir tímar. Nú sjá landsmenn allir það sem kallað má „endurvinnslu slagorðanna“. Áhyggjur Sigurðar Kára um aðför gegn fólkinu í landinu eru að þessum meiði.

Orð hans minna á orð talsmanns V-dagsins sem lemur konuna sína. Sigurður ætti í sannleika sagt bara að þegja og biðjast afsökunar á Davíðshruninu í stað þess að berja sér á brjóst og tala um aðför gegn fólkinu í landinu.

2 comments On AÐFÖR SIGURÐAR KÁRA AÐ FÓLKINU Í LANDINU

  • “Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni, þá hafnar Sjálfstæðisflokkurinn aðild að Evrópusambandinu…”

    Sigurður Kári á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 27. mars.

    AH

  • AH. Nákvæmlega, að „…sjálfstæðisflokkurinn haldi yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni.“
    Af sama meiði sagði Kristján Þór Júlíusson að þeir yrðu að HÆTTA varðstöðu um sérhagsmuni. Hvað segir það um flokk að þurfa að leggja þetta sérstaklega til?

    Þeir missa þetta út úr sér í miðri taugaveikluninni og opinbera raunverulega stöðu mála! Eiginlega fyndið en um leið sorglegt.

Comments are closed.

Site Footer