ÁFENGI Í BÚÐIRNAR

Stundum er sagt besti mælikvarðinn til að svara hvort samfélög eru góð eða slæm, sé að skoða fangelsi og aðbúnað fanga.  þetta þykir mér gáfulegt því þegar að samfélag fer vel með þá sem brjóta reglur þessara sömu samfélaga, þá sýnir það þroska og blessunarlegan skort á hefnigirni.   Sé þessari sömu skoðunar-aðferð beitt á mál eru í deiglunni hverju sinni, ætti öllum að vera ljóst að Ísland er á góðum stað þegar kemur að ágreiningsmálum.

Það mál sem er búið að vera mikið í deiglunni að undanförnu er mál sem snýr að viðskiptafrelsi með áfengi.  Háværar kröfur hafa verið uppi um langa hríð að viðskiptafrelsi með áfengi sé afar nauðsynlegt.   Mér þykir þetta mál ekki vera sérstaklega merkilegt og hef eignilega enga skoðun á því.  Það er ágætt að taka það fram. Þetta mál er hinsvegar hjartans mál fyrir marga og er ekkert ómerkilegra fyrir vikið þótt ég hafi ekki skoðun á því.

Mér þykir þetta mál vera nokkuð merkilegt af því leyti að við ættum alveg að geta komist að niðurstöðu í því.

Hætt að rífast og hætt að deila og bara klárað málið.  Það væri alveg frábært og þetta mál er tilvalið. Báðar hliðar á þessu máli hafa rök sem halda.   Mér finnast tillitssemisrökin sem Kári Stefánsson hefur haldi í frammi bísna góð, en á móti kemur að það bjargar tauðla alkalhólistum að fækka tækifærunum sem þeir hafa til að fara í „spin“ og sturlast úr fíkn.  Ég er slæ sem sagt úr og í í þessu máli.  Stundum með og stundum á móti.
En hvernig væri að kortleggja kosti og galla hverrar hliðar fyrir sig?

Eitthvað svona:

tafla

Mikið væri gaman að sjá svona yfirlit í einhverjum fjölmiðli. Gott væri að hafa fullt af spurningum og rýna í hverja og eina.  Ef vandað yrði til verks, myndi þetta ugglaust hjálpa fólki við að gera upp hug sinn.  Það eru margir í mínum sporum og hafa ekkert myndað sér skoðun á þessu máli.

Svo væri frábært að hafa rafræna kosningu um þetta mál. Þetta smellpassar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

1 comments On ÁFENGI Í BÚÐIRNAR

  • Hákon Jóhannesson

    Mig langar til að benda lesendum á það að Landlæknir hefur ályktað um þetta tiltekna mál.
    „Vegna umræðu um frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum vill Embætti landlæknis ítreka afstöðu sína. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu er það eitt af hlutverkum embættisins að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum ráðgjöf og fræðslu með það markmið að stuðla að heilbrigði landsmanna.“ http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadi
    Með öðrum orðum: Þingmönnum með heilbrigðisráðherra í fararbroddi ber einfaldlega að hlýða ráðgjöf Landlæknis í þessu lýðheilsumáli. Málið varðar að grunni til ekki „frelsi“ á markaði heldur lýðheilsu og þá stefnu sem mörkuð hefur verið nú þegar. Vægi þessa margumrædda frelsisþáttar vegur sáralítið í heildarmynd þessa máls.

Comments are closed.

Site Footer