Af hverju er fólk svona reitt?

Enginn hefur axlað ábyrgð á hruninu.

-Þessvegna

Endalaust yfirklór og afsakanir heyrast frá ráðamönnum og lykilfólki í samfélaginu. Innihaldslaust og dáleiðandi þvaður um það sem ekki skiptir máli eru orðið óþolandi. Stórmálamenn eru ítrekað staðnir að lygum og ítrekað krafsa yfir óheiðarleika sinn með vafasömum málflutningi.

-Það axlar enginn ábyrgð.

Steinin tók svo úr þegar ritstjóri DV beytti fyrir sig sömu trixum og þeir sem hann á að vera að hamra á. Það var sem olía á eldinn. það má segja að þá hafi sá höggið sem hlífa skyldi. Því miður fyrir DV þá ætlar Reynir Traustason ekki að segja af sér. Héðan í frá verða allar fréttir sem koma frá DV tortryggðar.

Site Footer