kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Á ANNAN VEG

Þótt að Gautaborg sé helvíti fín bíólega séð, þá vildi ég helst vera á Íslandi í byrjun september. Þá verður frumsýnd ferlega áhugaverð mynd sem mig drullulangar að sjá. Myndin heitir Á annan veg og fjallar um tvo gaura í ömurlegri vinnu við að mála strik á einhvern veg. Myndin gerist á í kringum 1980 og fjallar um tíma þegar aðferðir við vegavinnu voru mjög frumstæðar, svo frumstæðar að menn handmáluðu línurnar á vegina. Tækið sem menn notuðust við er kallað „penninn“.

Hérna má sjá „pennan“ á fullri ferð. Aðstandendur myndarinnar fengu lánaðan alvöru penna frá Vegagerðinni. Fyrir þá sem vilja sjá þessa ljósmynd í stórri upplausn er það hægt hér. Ótrúlega flott ljósmynd.

Meira af pennanum: Þegar leið á sumarið og birtan var orðin lítil, var gripið til þess ráðs að teipa vasaljós á pennan til að skrifarinn sæi eitthvað.

Ég er svo mikið nörd að ég elska svona sögur. Mig hefur t.d lengi dreymt um að sjá mynd um konuna utan á Vita Wrap umbúðunum. Mynd um gaurana sem máluðu strikin á Hellisheiðina, getur ekki verið annað en skemmtileg. Ég vildi óska að ég yrði í Reykjavík í september.

Hérna er sýnishorn úr Á annan veg.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer