8 MILLJÓN LEIÐIR TIL AÐ DEYJA

Kvikmyndin 8 million ways to die frá árinu 1986 byrjar svolítið furðulega.  Áhorfandinn er staddur í þyrlu sem flýgur yfir Los Angeles og hann heyrir eftirfarandi samtal milli Joe Durkin (Vyto Ruginis) og Matthew „Matt“ Scudder (Jeff Bridges)

Joe Durkin:  The murder rate used to be a thousand a year. Three a day, and that was high. Now it’s five. Higher in the summer. Fourteen two Fridays ago. We get the death penalty six, seven times a day, only it’s not for murderers, it’s for ordinary citizens.

Matthew „Matt“ Scudder:  Yeah, there are 8 million stories in the naked city. Remember that old TV show? What we have in this town is eight million ways to die.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta svalasta byrjun á bíómynd sem ég hef séð.  Það eru nefnilega 8 miljón leiðir til að deyja hvort sem maður er í Los Angeles eða Laugavatni.  Ein af þessum átta milljón leiðum er að borða óhollan mat.  Það væri reyndar hægt að tvístra óhollum mat niður í þúsundir eininga sem hver um sig væri banvænni en sú fyrri en ég læt það eiga sig. Það er líka hægt að segja að dauðinn sé ekkert slæmur í sjálfu sér því hann er jú eftir því sem við komumst næst, óhjákvæmilegur.

Fyrir tveimur föstudögum þá birtist í Fréttatímanum mjög athyglisverð frétt. Hún var um að íslenskir lífeyrissjóðir fjárfestu í fyrirtæki sem rekur m.a kleinuhringnastaðina „Dunkin Donuts“ á Íslandi.  Brennipunktur fréttarinnar var reyndar að íslenskir lífeyrissjóðir væru svo innmúraðir vegna gjaldeyrishafta að fjárfestingaþrýstingurinn hefði náð hættustigi og væri í þann mund að sprengja kransæðarnar.   Já og svo auðvitað að það væri svolítið skrýtið að lífeyrissjóðir hefðu keypt átta miljón hluti í skyndibitakeðju.

Þetta þótt mér skrýtnast og er viss um að Joe Durkin (Jeff Bridges) hefði verið sammála mér.  Hann var í homocide deild lögreglunnar í L.A og enginn flautaþyrill.

Nú veit ég að við lifum á hættulegum tímum.  Að hitamet norðurslóða falla hvert af öðru. Að sjórinn okkar súrnar hratt og mengunaróþverri fer í gegnum fæðukeðjuna og safnast saman í splunkunýjum innýflum hvítvoðunga.  Ég veit þetta allt og ég veit að sykurneysla almennings er orðin af slíku heilbrigðisvandamáli að helstu sérfræðingar jarðarinnar í lýðheilsu eru hættir að tala um „vandamál“ og tala bara um „faraldur“.

Það  er sykur í öllu og hann er ekki sparaður.  Gosdrykkir, mjólkurafurðir, sósur hverskonar.  Öllu saman er drekkt í sykri.  Sumar sykruðustu vörurnar eru sérstaklega markaðsettar fyrir börn og foreldrar blekktir með lymskulegum ráðum til að kaupa téðar vörur.

Og núna ætlar Matthew „Matt“ Scudder (Jeff Bridges) að taka við.

„Versta varan af öllu þessu óholla gumsi eru kleinuhringir.  Þeir eru verstir. Þeir standa niðrúr. Þeir eru óhollasti matur sem hægt er að hugsa sér og Dunkin Donuts er Sauron óhollustunnar. Samasem-merki hinna átta miljón leiða til að deyja.“

Og spáum aðeins í þessu.  Lífeyrisjóðir sem eru ein af grunnstoðum samfélagsins okkar, eru með þessum hætti að vinna gegn samfélaginu sem þeir ættu að þjóna og passa upp á.  Sagan um manninn sem hlýjaði sér í hríðarbyl við að pissa í skóinn sinn, kemur upp í hugann.

Nú ég ég ekki að fara fram á að hættulegur matur verði bannaður.  Ég er ekki að fara fram á sérstaka bannfæringu á skyndibita eða djúpsteiktu sykurhnoði.  Nei nei.  Ekkert slíkt.  Óhollur matur ætti að vera á boðstólnum eins og annar matur og neytendur ættu að fá að velja svo fremi sem upplýsingaskyldu sé sinnt og þessháttar.  Hitt er ljóst að þegar lífeyrissjóður er að styrkja með beinum hætti skyndibitakeðju sem framleiðir óhollasta mat í veröldinni, ættu allar viðvörunarbjöllur áttundaáratugarins að klingja eins KORG synthesizer í lagi eftir Stephen Tin Tin Duffy.

Sú staðreynd að lífeyrissjóðir fjárfesti í kleinuhringja-framleiðanda, er alveg á pari við að þeir fjárfestu í sígarettu-framleiðanda.

 

Þjóðin.  Fólkið.  Lesendur.

 

Við . . .

Við við viðtækið og við við tölvuna. Við ættum að taka upp tólið eða rýna í skjáinn og láta heyra í okkur.  Er lífeyrissjóðurinn okkar að fjárfesta í eftirfarandi sjóðum?  SAURON sst.  Venom hodings.  Totenkopf bFn, Zyklon B, eða Horn III?  Við eigum að hringja og fá svör frá stjórnendum hvort þetta sé í alvörunni í lagi.

 

 

Site Footer