Þetta er Eimreiðin og hún er blogg Teits Atlasonar.  Eimreiðin fór fyrst í loftið árið 2008 eftir að ég flutti búferlum til Svíþjóðar.  Þetta var í raunninni bara fikt fyrst um sinn og viðbragð við leiðindum ef ég á að vera alveg hreinskilinn.  Ég byrjaði á Blogger.com sem var mjög fínt kerfi. Þá flutti ég mig yfir á Eyjuna og þaðan svo á DV og að lokum til Kvennablaðsins.  Þetta blogg hérna er Word Press og er hýst á mínu eigin léni og hérna eiga að vera allar færslur sem ég hef samið.  Mér finnst gott að vera einn og stakur hérna á netinu því hér hef ég töglin og haldirnar.

Þetta blogg breytist svolítið. Það fjallaði fyrst um hitt og þetta. Svo þegar hrunið kom þá breyttist Eimreiðin í mjög pólitíkst samfélagsblogg.  Í seinni tíð hefur færslunum fækkað og efnistök færst yfir í neytendamál en á þeim hef ég mikinn áhuga.  Ég notast við myndir í seinni tíð og vinn þær gjarnan eitthvað en mér finnst gaman að láta mynd og bloggið passa saman.

Þetta blogg heldur sér meira og minna óbreytt. það eru færslur sem ég eytt og aðrar sem ég hef geymt.  Ástæðurnar eru nokkar en stundum hef ég farið yfir strikið og sumt er bara lélegt.

Þetta blogg hefur breyts í gegnum tíðina og mun ugglaust breytast eitthvað í framtíðinni.  Ég hef gaman af því að skrifa um samfélagsmál og mun ugglaust halda áfram um sinn.  Ég er alltaf opin fyrir efni og ábendingum.  Það má alveg senda mér póst með einhverju sniðugu efni á netfangið mitt, teitur.atlason@gmail.com

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer