SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í NOREGI

Fjölskyldan var í Osló um helgina í góðu yfirlæti.  Ég gerði þetta helsta eins og vera ber.  Fór á Munch safnið sá húsið hans Bjarna Ármannsonar og renndi mér á skíðum.  Noregur var lengi hluti af Svíþjóð en var skilið frá ríkinu eftir töluvert basl, en fór sósíaldemókratinn Hjalmar Branting fremstur í flokki til að koma þjóði sinni í skilning um að betra væri fyrir Svíþjóð að sleppa hendinni af Noregi, en að standa í stöðgu basli við að réttlæta þann órett sem undirokaður Noregur var.

Lesa meira

Í GARÐINUM HJÁ BJARNA ÁRMANSSYNI

Á föstudaginn í síðustu viku, fór fjölskyldan til Osló.  Ég komst að því að Bjarni Ármannson ætti hús, steinsnar frá þar sem ég gisti, og krafðist þess að fá að kíkja á fyrirbærið, enda er ég áhugamaður um glæpamál hverskonar. Hús Bjarna Ármannsonar er á besta stað í Osló (sem er dýrasta borg í heiminum)  og kostar um það bil 300 miljónir íslenskar. Það var mikill snjór í borginni og ægifagurt um að lítast frá Hundasundsveginum 16 þar sem Bjarni býr.

Site Footer