EIMREIÐIN RYÐST ÁFRAM Í GEGNUM MOÐREIKIN. EINS OG BROTHAMAR INN I GUFUMÖKINN. LÆTI, ÝSKUR OG LYKT AF BRENDUM KOLUM OG SVITA

Aðdáendur Davíðs Oddsonar hafa verið drjúgir í því verja „sinn mann“ með því að vísa í að efnahagsmeistarinn (eins og hann er kallaður meðal innvígðra) hafi sko ekki „beilað“ út bankana eins og flestar þjóðir þegar ljóst var að þeir voru gjaldþrota.
LESA BLOGG

Nú er búið að boða til bumbusláttar við setningu Alþingis.  Þetta hefur verið gert áður með misjöfnum árangri, en þó má segja að bumbu-berjararnir hafi náð að fylla út í hljómbotninn þegar nokkur þúsund manns söfnuðust saman til þess að mótmæla einhverju sem enginn veit almennilega hvað er.Þetta er náttúrulega hin mesta sensasjón og rosalega lífsfyllandi fyrir suma að tjá óánægju sína eða vonbrigði sín með því að öskra á ríkisstjórnina.  Já eða hafa þetta almennilegt og kasta matvælum í ráðherrana.
LESA BLOGG

Ég er ekki maður berdreyminn.  Ég dottaði á sunnudaginn yfir teiknimyndunum og dreymdi einhvern flippaðasta draum sem fokið hefur innan í sinnið mitt.
LESA BLOGG