GRÁTANDI ÞINGMENN

Ég var ekki að hofra á mótmælendur í sjónvarpinu í gær.  Ég var að horfa á svipinn á Alþingismönnunum.  Mér fannst ég lesa eitt og aðeins eitt.  Það sást best þegar þingið var í kirkjunni að hlusta á fulltrúa almættisins tala. þau voru slegin og úr svip þeirra mátti greina hugleiðingar á borð við: -„Hvað erum við eigninlega búin að gera“?  Svona eins og unglingur sem gerir sér allt í einu grein fyrir umfangi og alvarleika einhvers skemmdarverks sem hann stóð að.

SPUNI FÍNA KLÚBBSINS

Það er svo yndislegt þegar hægri og vinstri sameinast.  Það beinlínist hríslast um mann gæsahúðin og minningar frá árinu 1914 hellast yfir þegar breskir og  þýskir hermenn köstuðu frá sér vopnunum á jóladag og fengu sér kaffisopa saman. Sungu og gáfu hvorir öðrum gjafir.  Hinn fullkomni samhljómur skynseminnar inna í miðju brjálæðinu. Það gladdi mitt kalda hjarta að sjá að meirihluti Samfylkingarinnar vildi ekki skipa 4 ráðherrum vanhæfu ríkisstjórnarinnar fyrir Landsdóm.  Margir voru með kökk í hálsinum og töldu það „af og frá“ að ráðherra skuli

Lesa meira

HUGTÖKIN GEGN LANDSDÓMI

Ég hef verið að safna að mér orðunum sem notuðu eru til að skammast út í Landsdóm og að Geir Haarde skuli dregin fyrir þennan dóm til að skera úr um það hvort hann hafi með gáleysi sínu eða aðgerðarleysi, valdið skaða fyrir Ísland. Mér sýnist alveg á tæru að það er komin upp einhver hreyfing sem á að „massa þetta “ með orðavaðli á borð við að….

Site Footer