18 ÁRA ÁFENGISKAUPAALDUR

Vinstri Græn hafa áhuga á því að lækka kosningaaldur úr 18 árum niður í 16 ár. Þetta finnst mér léleg hugmynd.

Það eina sem stýrir þessu fólki þvi er að reyna að koma höggi á ríkisstjórina, hvað sem það kostar. Ef við förum þá leiðina sem sumir vilja, (að borga ekki) þá ættu nokkur atriði að vera á hreinu. Það verða alvarlegar afleiðingar af því hvað sem hver segir. Batikmussu Birgitta heldur því alltaf fram að ekkert gerist og raðar sér í lið með Hannesi Hólmsteini hvað þessa afstöðu varðar.
Ekki af því að ég sé á móti stjórmálaþáttögu 16 og 17 ára fólks, heldur þykir mér að það þurfi að laga núverandi kosningalög á annan hátt en VG benda á.

Mér hefur alltaf þótt asnalegt að þegar manneskja verður 18 ára fær hún öll réttindi sem samfélagið hefur upp á að bjóða nema það að kaupa áfengi. -Það má s.s gifta sig en ekki kaupa vínið í veisluna! Þetta er óskapleg hræsni og lögleysa. Þessi lög eru líka vita gagnslaus þvi hvaða 18 ára manneskja sem er reddar sér víni vilji hún á annað borð neyta þess. 18. ára fólk drekkur allt það vín sem það langar í þótt það sé bannað. Hver meðalsnotur manneskja getur sagt sér þetta.

Með því að lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár leiðréttist þessi óréttur. 18 ára aldurinn verður þvi sá aldur þegar einstaklingurinn öðlast öll réttindi samfélagsins. Vangaveltur um hvort áfengisneysla eykst eða minnkar í kjölfarið eru algerlega út í hött. Réttindum fylgir ábyrgð og það kemur okkur hinum ekkert við hvernig fólk ástundar þessa ábyrgð sína. Samkvæmt núverandi lögum er meiri réttur fólgin í því að kaupa sér kippu af bjór en að kjósa í opinberum kosningum. Í mínum huga amk er kosningarétturinn mikilvægasti réttur hvers þjóðfélagsþegns. -Sennlega greinir mér á um þetta mál við meirihluta alþingismanna. -Pínulítið sorglegt

Mér þykir sæta furðu hvað þetta stóra réttlætismál hefur farið framhjá alþingismönnum. Enginn áhugi virðist vera að rétta þetta mál.

Site Footer