15. MAÍ 1998. – BOMBURNAR FALLA

Eftir tímamótagrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu er ljóst að Mogginn hefur fengið nóg af svívirðilegu einkavæðingarbraski Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.  Salan á Síldarverksmiðju ríkisins var í fersku minni og vakti óbragð í munni allra sem fylgdist eitthvað með samfélagsmálum á þessum tíma.

Grein Agnesar er óvenju beinskeytt, löng og greinilegt að hún hefur kynnt sér málið í þaula.  Morgunblaðið fjallaði um málið í leiðara þann 12. maí og tónninn var skýr.  „Þetta er óþolandi og við eigum ekki að líða þetta“.  Kíkjum á nokkur dæmi:

Leiðarinn heldur áfram.

Það er því ljóst að Mogginn breyttist úr frekar svifaseinum og hálfsofandi risa í virkilega aggressívan og beittan fjölmiðil þessa vikuna.  Fjölmiðil sem ætlaði að standa vaktina og vera varðhundur almennings gagnvart stjórnvöldum og skuggalegum öflum innan viðskiptalífsins.

Þetta fattaði Framsóknarflokkurinn.  Einkavæðingin „hans“ var að klúðrast út af afskiptum Moggans.  Málið var komið inn á borð formannsins og þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar.  Í frétt sama dag í Morgunblaðinu, segir hann að „Rangt sé kveðið á um dreifða eignaraðild“.  Þarna er Halldór stokkinn fram til varnar þingmanni sínum, en þegar þegar þessir atburðir gerast er Gunnlaugur M. Sigmundsson þingmaður Vestfirðinga.


Stór upplausn hér:

Það sem er svo makalaust við þessi orð Halldórs Ásgrímssonar að ekkert sé að, og hlutirnir séu fullkomlega eftir bókinni, er að hann beitir fyrir sig orðhenglishætti og smásmugulegri túlkun á tiltölulega skýrri grein.  Sérstaklega er þetta furðulegt þegar haft er í huga að það var Gunnlaugur M Sigmundsson sjálfur sem ritaði þessar reglur við stofnun Kögunar árið 1989.

Að 5.grein þessa samnings skuli túlkuð bókstaflega  og að einungis skuli gert viðvart ef einhver eignist meira en 5% í Kögun er sérdeilis furðuleg.  Ef tekið sé dæmi úr heimi knattspyrnunnar, má líka þessu við að reglur um „hendi“ séu skýrar, en viðurlög enginn.  Þessi túlkun Halldórs er alveg dæmigerð fyrir vörn Framsóknarmanna í þessu máli og öðrum gegnum tíðina.  Alltaf er hangið í einhverju óljósu gráu svæði sem virðist stundum vera svo lítið að það sjáist varla í rafeindasmásjá. En alltaf skal gráa svæðið vera leikvöllur þessara manna.

Halldór Ásgrímsson var í Kastljósviðtali þann 7. maí 2010 og þar dansaði hann einhverskonar skottís á gráu svæði á stærð við frímerki og sagði meðal annars:

Þannig að lengi má manninn reyna eins og kellingin sagði.  Ég varð algerlega kjaftstopp við að horfa á þennan Kastljósþátt og skrifaði hann niður í heilu lagi og birti á blogginu mínu.  Spurning um hvort einhver stefni mér fyrir það?

En þetta var útúrdúr.

Tveimur dögum síðar birtist bomban sem hefði átt að gera út af við málið.  Stjórn Þróunarfélagsins birtir í aðsendri grein yfirlýsingu um Kögunarmálið og lýsir því að Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Þróunarfélagsins og forstjóri í Kögun hafi farið bak við stjórnina og beitt blekkingum.  Honum hafi í kjölfarið verð sagt upp störfum. Nokkuð sem Gunnlaugur neitaði staðfastlega í viðtali við Agnesi Bragadóttur 5 dögum áður.  Þessi yfirlýsing er lykilgagn í Kögunarmálinu og skýrir frá því að Gunnlaugur blekkti stjórnina með því að segja ekki hvað hafði farið fram innan gömlu stjórnarinnar.


Stór upplausn hér.

Þessi yfirlýsing er á svolítið yfirhöfnum kanselístíl og það er til vansa.  Ég hvet alla til að lesa þessa yfirlýsingu gaumgæfilega.  þar segir m.a.


Þarna er stjórnin beinlínis að segja að hún hafi ekki haft hugmynd um samning sem var í gildi um sölu hlutabréfanna í Kögun.  Þegar þarna var komið sögu, höfðu hlutabréfin þegar verið seld og eftirlaunasjóður Kögunar og Gunnlaugur M. Sigmundsson og kona hans orðin stærstu eigendur fyrirtækisins.  Stjórnin er beinlínis að segja að ef hún hefði vitað af þessum samningi, hefðu leikar farið öðruvísi.

Ennfremur segir í yfirlýsingu stjórnamanna í Þróunarfélaginu að eftir að málið fór í fjölmiðla, tóku þeir sig til og leituðu að í gömlum fundarbókum og grófu upp frá yfirlýsingu frá 15. febrúar 1989.  Þar var um að ræða leiðbeiningar um hvernig staðið yrði að sölu á hlutum í Kögun.

-Gunnlaugur sjálfur skrifar bókunina samkvæmt yfirlýsingu stjórnarmannanna.

Yfirlýsingin sem stjórnarmenn Þróunarfélagsins fundu var svona:

stór upplausn hér.

Þetta er s.s yfirlýsing sem Gunnlaugur skrifar og virðist halda fyrir sig þegar ný stjórn tekur við Þróunarfélaginu í ársbyrjun 1993.  Stjórnarmennirnir virðast vissir um að Gunnlaugur  vilji ekki að ekki að nýja stjórnin viti um lið 2 í þessar yfirlýsingu, enda á hann þegar þarna er komið sögu næst stærsta hlutinn í Kögun (10 – 12%) á eftir eftirlaunasjóði sama félags)  Við þessi kaup Kögunar i eigin bréfum og innleysingu hlutabréfa í eigu Þróunarfélagsins stækkar eignarhlutur allra hinna um því sem nam eignarhluti bréfa Þróunarfélagsins.  Eftir fléttuna á Gunnlaugur og konan hans á bilinu 14% til  25% hlut í félaginu.

Þetta fattar nýja stjórnin og rekur Gunnlaug. Gunnlagur neitar því og segist hafa átt „rimmur“ við Þorgeir Eyjólfsson og hætt í kjölfarið.  Allt í góðu og kappar hafi skilið í bróðerni, hýrir á brá.

Í Morgunblaðinu 4. maí 1993 er lítil frétt um starfslok Gunnlaugs M. Sigmundssonar.  Þar kemur fram að Gunnaugi hafi borist tilboð um að vinna tímabundið verk frá stóru alþjóðlegu fyriræki.  Gunnlaugur segir í viðtalinu að hann hafi ákveðið í kjölfarið að slá til.  Ekki tekur Gunnlaugur fram hvaða stóra alþjóðlega fyrirtæki hann átti við eða hvaða verkefni honum var falið hjá téðu fyrirtæki. – Fyritækið sem um ræðir var Kögun*.

Það sem hefði átt að gerast eftir þessa viðskiptafléttu var auðvitað að kaupunum átti að rifta.  Þau áttu að ganga til baka, enda ekki í samræmi við stefnu stjórnarinnar.

Þarna er að sjálfsögðu átt við Gunnlaug M. Sigmundsson.

Eins og þetta væri ekki nóg kæru lesendur.  Í sama blaði birtist svo frétt um að Varnarmálaskrifstofa hafi sent þáverandi utanríkismálaráðherra, Jóni Baldvini Hannibalssyni minnisblað um aukna hlutafjáreign Gunnlaugs og fjölskyldu hans í Kögun.


Stór upplausn hér.

Þarna er greinilegt að 5 greinin er að virka.  Það er tilkynnt um að einn aðili sé að eignast meira en 5% í félaginu.  Svo óheppilega vill til að sá eigandi er ekki bara forstjórinn i fyrirtækinu, heldur einnig forstjóri Þróunarfélagins sem á meirihluta í Kögun.  Ennfremur er tekið fram að um einskonar fjölskyldu-efli sé að ræða og eigendur tilgreindir sem:

-Eiginkona Gunnlaugs M. Sigmundssonar

-Faðir Gunnlaugs M. Sigmundssonar

-Tengdafaðir Gunnlaugs
M. Sigmundssonar

-Tvö börn Gunnlaugs
M. Sigmundssonar

Eftir því sem ég kemst næst er hér um að ræða tvo syni Gunnlaugs M. Sigmundssonar.  Þar með talinn formaður Framsóknarflokksins.  -Sigmundur Davið Gunnlaugsson.

Riftun á kaupum Gunnlaugs M. Sigmundssonar  voru alveg örugglega rædd á æðstu stöðum enda yfirlýsing stjórnar Þróunarfélagsins ansi hreint svakaleg.  En þrátt fyrir miklar bombur og glæsileg tilþrif Moggans í þessu máli, fóru leikar öðruvísi en í á horfðist.  Ef að ég tek líkingu úr heimi hnefaleikanna, hékk Gunnlagur uppi á höggunum.

En þvi miður stökk dómarinn inn á völlinn og stöðvaði leikinn og dæmdi leikinn ógildan með Agnesi og Moggann gapandi af undrun, trúandi ekki sínum eigin augum.  Dómarinn í þessari dæmisögu var að sjálfsögu Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknaflokksins og utanríkisráðherra.

Gunnlaugi var bjargað enda meira í húfi en bara þetta litla tölvufyriræki sem rak hugbúnaðarþjónustu fyrir ratsjárkerfi Nató á Íslandi.

Yfirhylmingin verður efni bloggsins á morgun.  Þessi upprifjun mín er viðbragð við meiðyrðakæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér vegna skrifa um Kögunarmálið.

*Þessari efnisgrein var bætt inn í bloggið þann 17. júní kl 9:45 að sænskum tíma

Samantekt:
1. greinin. —   2 greinin. — Þetta er  3 greinin. —  4. greinin. —  5 greinin —   6 greinin.

 

Site Footer