100% VISS

Ég veit afhverju Samfylkinin tapar svona miklu fylgi. Ég er alveg 100% viss um það. Það er vegna svikinna kosningaloforða og mosavaxtar á flokksforustinni. Samfylkinin byrjaði reyndar með bravúr og eitt af fyrstu verkum ISG var að taka Ísland af ”lista hinna viljugu”.- Prik fyrir það.

Vonbrigðin tengjst öðru fremur svikum við kjósendur í umhverfismálum. Það að nýtt álver sé í byggingu er nagli í kistu Samfylkingarinnar sem olli mér og greinilega fleirum óskaplegum sárindum. Umhverfisráðherra segist ekki ráða neitt við neitt og ákvörðuðin hafi verið tekin fyrir hennar tíma. Svona afsakanir eru alltof algengar þrátt fyrir það að þær ættu að vera fáheyrðar. Hefur manneskjan engin völd? Er ekki mögulegt að spyrna við fótum á einhvern hátt og hindra þessar framkvæmdir með lagasetningu eða þvíumlíku? Skiptir losun gróðurhúsalofttegunda engu máli i huga ráðherra? Hvað varð eiginlega um stóru orðin í kosningabaráttunni? Hvert fóru þau? Það er skylda ráðherra að greina frá því hvert stóru orðin fóru.

Ef að ljóst varð að óumflýanlegt var að byggja þetta óhræsis álver, þá hefði ráðherra átt að segja af sér og láta eihvern annan í djobbið. En eins og hefur verið bent á í ótal skipti og Gunnar Smári Egilsson sagði í Silfrinu á dögunum, þá hafa hagsmunir flokkana og einstaklinga innan þeirra, alltaf vegið meira en hagsmunir almennings.

Þessi viðsnúningur Samfylgingarinnar er bara gott dæmi um ofangreint. Miljón á mánuði, ráðherrabíll með bílstjóra fyrir snatt og meint virðing fyrir stöðunni vegur greinilega meira en loforð sem gefin voru fyrir örfáum mánuðum. -Þetta er svo sorglegt að manni verður orða vant.

Ég vitna í Martin Lúter King sem sagði svo eftirminnilega að vandamálið sé að besta, hæfasta og klárasta fólkið, -Neiti að berjast! Umhverfisráðherra, sú sem svo miklar vonir voru bundar við, neitar rað berjast. Hagræðir sér í dúnmúkum hægindastól við kertaljós og sötrar á lífrænt ræktuðu kamillute við kertaljós.

Einkaþotusnatt ríkisstjórnarinnar er einnig prýðilegt dæmi um það rof sem hefur átt sér stað milli þjóna fólksins (alþingismanna) og þjóðarinnar. Í mínum huga er ekki spurning um að þjónarnir okkar eigi að tileinka sér sömu standarda og við sem kjósum þessa þjóna til þess að reka fyrir okkur Ísland hf. ISG sagði á dögunum að það sé komin tími fyrir nýja þjóðarsátt. Hvernig væri að ríkisstjórnin og alþingismenn allir færu fram með góðu fordæmi í stað þess að allur almenningur geri það?

Site Footer