10. MAÍ 1998. -AGNES BRILLERAR.

10 maí 1998 er ekkert sérstaklega merkilegur dagur í mannkynssögunni.  Á Wikipediu er nákvemlega ekkert um
þennan dag að finna.  Engir stóraburðir, enginn frægur fæddist og enginn frægur dó,  Sennilega er þessi dagur 10 maí dæmigerðasti dagur ársins.  Ekki sumar, ekki vetur og eiginlega ekki neitt.  Mogginn var hinsvegar sérstakur þennan dag.  Í honum birtist grein Agnesar Bragadóttur um Kögunarmálið þar sem hún tók upp þráðinn þar sem
Vestfirska fréttablaðið (bls 1 / 2 / 3) og Helgarpósturinn (1 / 2) höfðu skilið hann eftir án þessa að vekja upp neina sérstaka athygli þrátt fyrir eldfimt innihald.

Nú var röðin komin að Mogganum og nýjar upplýsingar um starfslok Gunnlaugs M Sigmundssonar hjá Þróunarfélaginu og ég fæ á tilfinninguna að ritstjórninni hafi einfaldlega blöskrað framganga hans við söluna á
hlutabréfum Þróunarfélagsins í Kögun.  Reyndar má fara aðeins aftar í tímann til að finna kveikjuna að þessum þræði.  Sverrir Hermannson hafði nýlega verið rekinn úr bankastjórastöðu hjá Landsbankanum og hafði ritað eiturhvassar greinar í blöðin þar sem hann skaut á allt og alla.  Þar á meðal minntist hann á Framsóknarmanninn Gunnlaug M. Sigmundsson og þær skuggalegu aðferðir sem hann beitti til að sölsa undir sig Kögun.

Agnes Bragadóttir stjörnublaðamaður Moggans skrifaði 4 blaðsíðna fréttaskýringu þar sem þetta þriggja og hálfs árs mál var rifjað upp.  Fyrsta málsgreinin er „straight to the point“ og er svona:

Takið eftir lykilatriðum þessarar efnisgreinar:  Kaupunum hefði verið rift í dag (1998) segir í texta Agnesar, og Gunnlaugur notfærði sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins og framkvæmdastjóri Kögunar,“ til eigin hagsbóta“.

Furðu sætir að Gunnlaugur fór ekki í meiðyrðamál við Agnesi Bragadóttur árið 1998 enda nokkuð sterkt kveðið að eins og sagt er.

Hérna er blaðsíða 10 í þessari stórmerkilegu grein.
Hérna er blaðsíða 11
Hérna er blaðsíða 12
Hérna er blaðsíða 13

Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Gunnlaugur M. Sigmundsson hafði verið forstjóri Þróunarfélagsins og Kögunar frá árinu 1988 til 1993  Hann var sem sagt beggja vegna borðsins þegar kom að sölu á hlut Þróunarfélagsins í Kögun.  Forstjóri í báðum „apparötunum“.

Í greininni er sagt frá því að árið 1993 hafi ný stjórn tekið við Þróunarfélagi og hún farið að skoða málin og komist að þeirri niðurstöðu að það vantaði reiðufé.  Ákveðið var m.a að kanna með sölu á hlut Þróunarfélagsins í Kögun, en það var ansi stór hluti af Kögun eða 58%.  Gunnlaugur sem þá átti um 12% í Kögun sem sætir nokkurri furðu þvi
hann sjálfur kom að gerð samnings Utanríkisráðuneytisins og Kögunar frá 22. maí 1988.  Þar kemur skýrt fram að flagg fari á loft, ef að einhver eignist meira en 5% í Kögun.  Eins og gat um hér ofar, átti Gunnlaugur M. Sigmundsson 5 árum síðar 12% í félaginu.  Meira en helmingi meira en leyfilegt var skv. samningi.  Höfum í huga að Kögun átti alltaf að seljast í dreifðri eignaraðild og tryggja átti að enginn einn ætti meira en 5% hlutafjár.  Þetta er
óumdeilt


stór upplausn hér

Gunnlaugur gerði það að tillögu til nýju stjórnarinnar að Kögun leysti til sín þessi hlutabréf Þróunarfélagsins 58% sem var ríkiseiga. Útskýring löggilts endurskoðenda fylgir hér á eftir.

Það sem er augljóst í þessu samhengi að þarna er verið að búa til valdalausan en stóran eignahlut sem hægt er að stýra eftir geðþótta minni hluthafa.  Minna má á að alveg sama „kerfi“ var viðhaft í stjórn
Eimskipafélagsins í gegnum Háskólasjóð.  Þar féll stór hlutur í skaut minni hluthafa sem ekki gátu sölsað undir sig bréfin, en stýrðu eftir því sem þeim sýndist hverju sinni.  Ég hef aldrei heyrt um „eftirlaunasjóði“ áður og þekki svona fyrirbæri bara úr bíómyndum.  HItt er umhugsunarefni sem má spyrja sig að, hvaða réttlæti er fólgið í því að eigur ríkisins (hlutabréf í Kögun) renni í eftirlaunasjóð 12 starfsamanna?

Þessi spurning komst aldrei í deigluna en ég varpa henni hér með fram og auglýsi um leið eftir því hvað varð um
þennan eftirlaunasjóð.  Ég er sannfærður um að sú saga sé til næsta bæjar.

Við þessa aðgerð að Kögun tæki til sín eignarhlut Þróunarfélagsins jókst hlutabréfaprósenta hinna eigendanna umtalsvert.  Þetta var samþykkt af þáverandi stórn (þessari nýju).  Verðið var ákveðið að skyldi vera 4 á hlut eftir tillögu Gunnlaugs M. Sigmundssonar.  Tekið var tillit til þess að hann hélt frekar dapurlega ræðu um framtíð Kögunnar.  Hann sagði m.a.

Þremur og hálfu ári síðar hafði verðgildi þessara bréfa 56 faldast.   Nokkuð sem sætir undrun miðað við hrakspár forstjórans.

Eftirminnilegasti kaflinn í þessari grein Morgunblaðsins er viðtal Agnesar Bragadótttur við Gunnlaug M. Sigmundsson.
Það væru öfugmæli að segja að Agnes rúlli viðmælenda sínum upp.  Hún steikir hann bókstaflega á pönnu.  Lesið þetta!   Ég merki með gulum kassa spurningar Agnesar.  Takið svo eftir sálfræði tilraunum Gunnlaugs um að vinna sér inn samúð með að svara alltaf með þvi að taka fram nafn Agnesar.  Ég merkti af gamni inn öll þau skipti sem Gunnlaugur reynir þetta sálfræði-bragð.

Takið eftir því við lesturinn á þessu magnaða viðtali að Gunnlaugur getur ekki einu sinn svarað þeirri einföldu spurningu hvort hann telji það eðlilegt að hann sem starfsmaður Þróunarflélagsins verði sér út um upplýsingar um sölu á Kögun, sér til hagsbóta.

Hann getur ekki svarað því.  -Hann getur það ekki!

Þótt ótrúlegt megi virðast þá lauk þessu máli ekki þarna.  Önnur bomba átti eftir að falla nokkrum dögum seinna sem skildi Gunnlaug eftir skjóllausan á berangri.  Þá er málið greinilega komið upp á efstu hæðir í stjórnkerfinu og úrslit þessa máls ákveðin.

Ég fjalla um það í blogginu á morgun.  Ég er nefnilega síður en svo búinn.   Þessi upprifjun mín er viðbragð við meiðyrðakæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar á hendur mér vegna skrifa um Kögunarmálið.

Ef einhver veit eitthvað þá sendið mér póst:  teitur.atlason@gmail.com

Samantekt:
1. greinin. —  Þetta er 2 greinin. — 3 greinin. —  4. greinin. —  5 greinin—   6 greinin.

 

Site Footer